Forsíða

Lagnavefurinn lagnaval.is

Velkomin á lagnaval.is, upplýsingavef um val á vatnslagnaefnum fyrir íslenskar aðstæður.

Lagnaval.is byggir á gagnagrunni um efnasamsetningu vatns frá hita- og vatnsveitum á Íslandi og þekkingarkerfi, sem nýtir efnagreiningarnar til vals á heppilegu vatnslagnaefni.

Með þekkingarkerfi lagnaval.is er hægt að velja lagnaefni fyrir bæði heitt og kalt kranavatn og fyrir mismunandi hitakerfi víðast hvar á Íslandi. Einnig er hægt að sjá, hvaða áhrif breytingar á skilyrðum, t.d. vatnshitastigi, hafa á efnisvalið. Þannig er bæði hægt að velja efni fyrir ákveðnar aðstæður og meta, hvernig þurfi að breyta aðstæðum til þess að þær henti ákveðnum lagnaefnum. Einnig má finna á lagnaval.is margvíslegar leiðbeiningar, rannsóknaskýrslur og upplýsingar um lagnaefni og seljendur þeirra.

Leiðbeiningar um notkun vefsins og skýringar á orðum og hugtökum er að finna undir hnappnum Um vefinn hér að ofan.

Eftirfarandi aðilar hafa styrkt Lagnaval.is:

Lagnavefurinn lagnaval.is er ekki staðall og hefur ekki reglugerðarígildi. Því verður að benda á, að nú geta verið í gildi reglur um efnisval hjá einstökum sveitafélögum eða veitustofnunum, sem ekki eru í samræmi við leiðbeiningar lagnaval.is.


Upplýsingar á vefnum eru samkvæmt bestu vitund aðstandenda hans á hverjum tíma. Aðstandendur munu ekki viðurkenna né samþykkja neina ábyrgð á tjónum eða tapi sem hlotist getur af notkun upplýsinga á vefnum. Athugasemdir, fyrirspurnir og ábendingar sendist til vefstjóra.